Hér er á ferðinni sjötta smáskífan af þriðju plötu skoska pródúsersins Calvin Harris,  18 Months sem kom út í október síðastliðnum en lögin af henni hafa notið gífurlegra vinsælda.

Lagið sem hér um ræðir nefnist Drinking From The Bottle og er það hinn 24 ára gamli Tinie Tempah sem sér um að þenja raddböndin en þess má til gamans geta að hann er á leiðinni til Íslands í sumar og kemur til með að koma fram á Keflavík Music Festival tónlistarhátíðinni.