Calvin Harris - Outside ásamt Ellie GouldingPródúserinn og söngvarinn Calvin Harris er ekki bara ríkasti plötusnúður í heiminum en hann er einnig á á hraðri leið með að verða einn sá vinsælasti í bransanum, en hann gefur út hvern smellinn á fætur öðrum en bæði lögin Summer og Blame sem hann gaf út á þessu ári náðu bæði að toppa flesta vinsældarlista í heiminum.

Fjórða plata Calvin’s, Motion kemur út á föstudaginn í næstu viku og hefur hún þegar fengið góða dóma og selst vel í forpöntunum sem standa nú yfir.

Nýjasta lagið sem við fáum að heyra af plötunni nefnist Outside og er það Ellie Goulding sem er með honum í laginu, þetta er annað lagið sem þau gera saman, en þau slógu eftirminnilega í gegn á síðasta ári með laginu I Need Your Love.