Calvin Harris - Blame ásamt John NewmanSkoski plötusnúðurinn og pródúserinn Calvin Harris er ríkasti plötusnúðurinn annað árið í röð samkvæmt Forbes tímaritinu með yfir 66 milljón dollara í skráðar tekjur á árinu.

Hann gaf út lagið Summer fyrr á þessu ári og komst það á toppinn á vinsældarlistum í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar.

Nú er komið út nýtt lag  með Calvin ásamt söngvaranum John Newman og nefnist það Blame en það er önnur smáskífan af fjórðu plötu hans sem búist er við að komi út í lok ársins.