Nicky Romero & Anouk - Feet On The GroundPlötusnúðurinn Nicky Romero hefur heldur betur sótt í sig vinsældir undanfarið en þessi 25 ára gamli Hollendingur kom meðal annars fram á Keflavík Music Festival á síðasta ári og fór hann upp um 10 sæti á lista yfir vinsælustu plötusnúða í heimi milli áranna 2012 og 2013.

Nicky vinnur nú að fyrstu plötunni sinni og er reiknað með að hún komi út á næsta ári en nýjasta smáskífan af henni nefnist Feet On The Ground og er það samlanda Romero, Anouk Teeuwe sem er með honum í laginu.