Lirik & Motion - Thank YouEliran Liri Elgozi og Moshiko Oknin eða Lirik og Motion eins og þeir kalla sig eru félagar sem koma frá Ísrael og hafa verið í samstarfi um nokkurn tíma án þess þó að hljóta einhverjar gífurlegar vinsældir.

Nýjasta lagið frá strákunum nefnist Thank You og að sögn Motion fjallar lagið um að þótt að eitthvað slæmt komi upp á maður samt sem áður að vera þakklátur með lífið og það sem maður hefur nú þegar.