Veðurguðirnir - Önnur ÖldHljómsveitin Veðurguðirnir með hinn margrómaða Ingó í broddi fylkingar hefur snúið til baka eftir nokkurra ára hlé og eru þeir að vinna í nýrri plötu.

Nýjasta lagið sem þessir hressu strákar senda frá sér nefnist Önnur Öld og fjallar um það mann í kringum fertugt sem fer meira og meira að átta sig á því að hann sé farinn að eldast, en 80‘s og 90‘s voru hans tímabil og fer hann að rifja upp tónlistina, djammið, tískuna, skólann og allar gömlu kærusturnar.

Hann fór á sveitaböllin, Eldborg 92, Þjóðhátíð og Þjóðleikhúskjallarann, var virkur í boltanum og ansi vinsæll. En nú er öldin önnur og allt breytt, hann er orðinn gamall og grár og er ekki alveg á því að sætta sig við þá staðreynd.