Svavar Ingi Lárusson betur þekktur sem Svavar Lár er 17 ára piltur búsettur í Kópavog og Keflavík og hefur verið að semja tónlist í fjögur ár.
Aðal áhugamál Svavars er tónlist og hefur verið það síðan hann var 10 ára gamall en hann gerði aldrei neitt í því á þeim tíma.
Seinna meir byrjaði  Svavar að semja íslensk rapp lög og þaðan fór hann í techno svo í electro/house og loks í dubstepið en hann hefur aldrei hætt að semja.
Ég þekki þig ekki er nýtt lag frá kappanum sem er tileinkað stelpu sem gerði líf hans að helvíti  í lokinn þar sem hún gerði líf hans að paradís þetta var fyrsta alvöru ást Svavars. Þau voru saman í 17 mánuði og á þeim tíma bjuggu þau saman í 1 ár. Sá tími kom að hún hætti með honum í gegnum tólið að ástæðulausu en svo fékk hann innblástur og reiði en deildi aldrei öllu því sem hún gerði honum, hann bara gat það ekki og honum fannst hún eiga svo gott skilið. En hérna er lagið frá Svavari til hennar sem heitir „Ég þekki þig ekki“ og er það lýsing á þeirri persónu sem hún er í dag.
„Ég hætti ekki að gera tónlist svo það mun koma meira frá mér, bara betra og betra og betra, þangað stefni ég“ segir Svavar Lár.


Íslenskt Og Efnilegt