Hjaltalín - HaloÞað er söngkonan Sigríður Thorlacius sem fer fyrir hljómsveitinni Hjaltalín í þessari útgáfu af laginu Halo sem Beyoncé gaf upphaflega út árið 2009.

Lagið má finna á þriðju plötu hljómsveitarinnar, Enter 4 sem kom út í lok síðasta árs og hefur hún hlotið einróma lof gagnrýnenda og var það Sveinn Helgi Halldórsson sem hafði yfirumsjón með upptökum plötunnar.