hákonguðniHákon Guðni Hjartarson er nítján ára strákur sem býr á Akureyri, hann gengur í MA og æfir fótbolta af fullum krafti með Þór.  Hefur hann verið að syngja frá unga aldri og var þar á meðal í söngskóla Maríu Bjarkar og Söngvaborg svo eitthvað sé nefnt.

Lagið Let’s Go er fyrsta frumsamda lag Hákons og fjallar það um strák sem biður stelpu um að koma og lifa lífinu með sér. Let’s Go kom fyrst út í júní 2012 en endurgerði hann lagið með hjálp Fannars Freys sem meðal annars gerði með honum Lost Together sem kom út í lok 2013. Fengu þeir með sér í lið trommuleikarann Skúla Gíslason, Sigurgeir Skafta til að spila á bassa fyrir sig og svo Baldvin Ab Aalen til að sjá um hljómjöfnun.

Hugmyndin af laginu kviknaði þegar að Hákon var í miðri prófatíð og eyddi hann heillri nóttu fyrir próf í að semja lagið, en það átti upphaflega að vera krúttlegt gítarlag en þróaðist svo í eitthvað allt annað og miklu flottara að sögn Hákons. Lagið er nú komið í spilun á flestu útvarpstöðvum landsis og er meira á leiðinni frá þessum unga listamanni.