rsz_screen_shot_2014-01-16_at_155208

André Ramirez(Oktav) er 30 ára pródúsent frá Reykjavík. André hefur verið að vinna í tónlist í langan tíma og fór meðal annars í skóla í Manchester, Futureworks Media School til að læra hljóðblöndun.

Kaleo komu heldur betur sterkir inn í fyrra með endurgerð af laginu Vor í Vaglaskógi sem Hljómsveit Ingimars Eydals gerði á sínum tíma – lagið fór á topplista flestra útvarpstöðva og er Kaleo nýlega búnir að gefa út plötu sem ber nafnið, líkt og hljómsveitin, Kaleo

Hér er Oktav með endurhljóðblöndun af Vor í Vaglaskógi í flutningi Kaleo.