rsz_lefurrrrLeifur Harðarson er 19 ára pródúser frá Stykkishómi og hefur verið í tónlistarbransanum frá unga aldri og hefur meðal annars æft á trompet og trommur í mörg ár. Leifur hefur verið að dj-ast í fjölmörg ár en byrjaði einungis fyrir c.a. 2 árum að búa til tónlist sjálfur.

Fékk Leifur með sér til liðs hann Aron Hannes sem sló rækilega í gegn þegar hann sigraði Jólastjörnuna 2011 og hefur leiðin verið greið síðan þá – spilað á fjölmörgum tónleikum með stærstu listamönnum landsins.

Hér eru Leifur og Aron með glænýtt lag sem ber nafnið Take It Away og bjóða þeir þér að niðurhala laginu frítt hér fyrir neðan.