David Guetta RæktarmixÞað ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að einn stærsti plötusnúður í heiminum í dag, frakkinn David Guetta sé á leiðinni til landsins en hann kemur til með að spila í Laugardalshöllinni þann 16. júní næstkomandi.

Guetta hefur gert gífurlegt magn af lögum sem hafa orðið hver öðru vinsælli en þar má nefna Love Is Gone, She Wolf, Rest Of My Life og nefnist það nýjasta frá honum Shot Me Down, en þar tekur Guetta ásamt söngkonunni Skylar Grey gamalt lag frá árinu 1966 sem Nancy Sinatra gerði upphaflega.

Við hjá Ný Tónlist höfum í samstarfi við Ræktarmix.is höfum fengið til liðs við okkur nokkra vel valda plötusnúða og ætlum við að hita upp fyrir þessa mögnuðu tónleika með því að gefa út klukkutíma ræktarmix á hverjum mánuði þangað til að kappinn kemur til landsins, en þau verða fjögur í heildina og innihalda þau öll lög með David Guetta.
Mixin verða að sjálfsögðu aðgengileg hér á vefnum og getur þú hlaðið þeim niður þér að kostnaðarlausu, og var það plötusnúðurinn + ONE sem gerði fyrsta mixið.

Við ætlum jafnframt að gefa heppnum einstaklingum miða á tónleikana og það eina sem þú þarft að gera er að sækja mixið og setja “like“ á þessa frétt, smella hér og kommenta einfaldlega ‘’já takk’’ eða eitthvað í þeim dúr og þá ertu kominn í pottinn!

SÆKJA