Emmsjé Gauti - Nýju Fötin KeisaransRapparinn og útvarpsmaðurinn Gauti Þeyr eða Emmsjé Gauti eins og hann kallar sig, gaf út sína aðra plötu, Þeyr í lok síðasta árs og hefur hún fengið vægast sagt góða dóma, en platan inniheldur meðal annars lögin Hvolpaást og Kinky sem bæði hafa orðið gífurlega vinsæl.

Nú er hinsvegar komið út myndband við nýjustu smáskífuna af plötunni, en lagið sem nefnist Nýju Fötin Keisarans fjallar um grímuna sem samfélagið á það til að setja á sig og eru leikarar og leikmyndin er malbikið, hrottar og stjórnmálamenn.

Myndbandið var gert af strákunum í O.B.O.C  og var það Helgi Sæmundur sem pródúseraði lagið.