Cher Lloyd - Dirty LoveHvin tvítuga söngkona Cher Lloyd hlaut fyrst eftirtekt eftir að hafa lent í fjóðra sæti í X Factor keppninni Bretlandi árið 2011 og gerði fljótlega samning við Syco Music útgáfufyrirtækið undir handleiðslu Simon Cowell, sem bæði hefur verið dómari í Idol og X Factor, í Bandaríkjunum og Bretlandi.

Tónlistarferill Lloyd fór fljótlega á fullt skrið og var lagið With Ur Love með þeim fyrstu sem hún sendi frá sér og kom svo lagið Oath í kjölfarið, en nýjasta lagið frá henni nefnist Dirty Love og má það finna á plötunni Sorry I’m Late sem Cher Lloyd kemur til með að gefa út þann 27. maí næstkomandi.