Aggro Santos - Selfie Selfie SelfieÞað hefur gengið yfir algjört Selfie-, eða sjálfsmyndaæði í heiminum undanfarið og ætla tónlistarmenn ekki að reka lestina þar á bænum, en strákarnir í The Chainsmokers hafa verið að gera bókstaflega allt vitlaust með #Selfie laginu sínu.

Aggro Santos eða Yuri Santos eins og hann heitir réttu nafni, er Brasilískur söngvari og ætlar hann ekki að láta þetta æði framhjá sér fara og hefur sent frá ser nýtt lag sem heitir einfaldlega Selfie Selfie Selfie.