Allir - Hendur Upp Í LoftKrakkarnir í hópnum Allir voru að senda frá sér sitt fyrsta lag, en það er rapparinn Pétur Eggerz sem er forsprakki hópsins, en með honum eru þau Heiðar Ingi og Þóra María og eiga þau öll það sameiginlegt að hafa gengið í FB.

Lagið sem nefnist Hendur Upp Í Loft er sannkallað sumarlag sem einkennist af grípandi viðlagi og rapp versum inni á milli, en það var unnið og útsett af Pétri og Bjarka Ómarssyni í Studio GFG  hjá Storm Media.