Páll Óskar - Gegnum Dimman DalEinn vinsælasti tónlistamaður Íslands, Páll Óskar hefur verið að gera það gott með lögunum Ást Sem Endist og Líttu Upp Í Ljós sem komu út fyrr á árinu og er hann hér mættur til leiks með nýtt lag.

Lagið sem ber nafnið Gegnum Dimman Dal fjallar um að losna undan skaðlegu sambandi hvort sem það er við fólk eða fíknir og öðlast nýtt og betra líf og standa uppréttur á eftir, en það voru strákarnir í Dusk sem sáu um að pródúsera lagið og getur þú sótt þér það að kostnaðarlausu hérna.