Páll Óskar - Ást Sem EndistDiskó-kóngurinn Páll Óskar er vafalaust einn vinsælasti tónlistarmaður landsins og hefur hann samið hvern stórsmellinn á fætur öðrum, hann er alltaf jafn vinsæll sama hvað og er alltaf fullt út úr dyrum þegar hann er að spila.

Páll hefur ekki sent frá sér lag síðan árið 2011 þegar Þjóðhátíðarlagið það ár, La Dolce Vita kom út en nú er hann hinsvegar á fullu að vinna í nýju efni og er lagið Ást Sem Endist það fyrsta af mörgum sem við fáum að heyra frá honum á næstunni og má næstum bóka að lagið slái í gegn, eins og jú flest lögin hans hafa gert.