Páll Óskar - Gordjöss - esperantóDiskó-Kóngur Íslands sjálfur Páll Óskar er alltaf jafn vinsæll sama hvað og fyllir húsin á hverju ballinu á fætur öðru.

Það hefur lítið borið á nýju efni frá Páli en það sem kemst einna hvað næst því að vera nýtt er útgáfa af laginu Gordjöss sungin á esperantó en esperantó er tungumál sem búið var til af pólska augnlækninum L.L. Zamenhof árið 1887, og átti það að leysa tungumálavanda heimsbyggðarinnar, málið er eitt margra sem búin hafa verið til í því skyni að verða hlutlaust alheimssamskiptamál, þ.e. mál sem allir kunna, en enginn hefur að móðurmáli.

Á esperantó heitir lagið einfaldlega Eleganta og var það Kristján Eiríksson sem þýddi lagið sem var gert fyrir þáttinn Orðbragð á RÚV, en Konráð Pálmason leikstýrði myndbandinu.