Strákarnir í Bláum Ópal eru mættir með glænýjan smell sem ber nafnið Allt Sem Ég Á, þeir fengu einn vinsælasta söngvara þjóðarinnar, hann Pál Óskar með sér í lagið og er útkoman vægast sagt góð.

Það er Ingólfur Þórarinsson eða Ingó Veðurguð eins og hann er betur þekktur sem samdi bæði lag og texta.