Páll Óskar - Líttu Upp Í LJósEinn vinsælasti tónlistarmaður Íslands, Páll Óskar sendi frá sér lagið Ást Sem Endist í apríl og voru viðtökurnar frábærar og varð lagið strax afar vinsælt eins og flest önnur lög sem hann hefur sent frá sér á ferlinum sem spannar yfir tuttugu ár.

Nóg hefur verið að gera hjá Páli í sumar og hefur hann komið fram á hverjum tónleikunum á fætur öðrum á bæjarhátíðum og víða, en hann vildi samt sem áður slútta sumrinu og gefa út nýtt lag.

Lagið sem nefnist Líttu Upp Í Ljós var pródúserað af Jakobi Reyni Jakobssyni og Bjarka Hallbergssyni í DUSK og var myndbandið unnið af snillingunum í Silent.

Hægt er að ná sér í lagið að kostnaðarlausu með því að smella hér.