Aloe Blacc - Hello World (The World is Ours)Aloe Blacc komst fyrst á sjónarsviðið eftir að hafa sent frá sér lagið I Need A Dollar árið 2010 og síðar með laginu Wake Me Up sem hann gerði í samstarfi við Avicii, en það sem hefur haft einna hvað mest áhrif á ferilinn hans er án efa lagið I’m The Man sem var eitt það vinsælasta hér á landi fyrr á árinu.

Nýjasta lagið frá þessum 35 ára bandaríkjamanni nefnist Hello World (The World is Ours) og var það gefið út í tengslum við HM í ár, en myndbandið sýnir nokkur dökk klædd ungmenni sem líta út fyrir að vera á leiðinni að fremja ódæðisverk en eru í rauninni að hjálpa samborgurum sínum.