Sigma - Changing ásamt Paloma FaithSigma er drum and bass dúó skipað þeim  Cameron Edwards og Joe Lenzie en þeir kynntust í háskólanum í Leeds árið 2006 og hafa unnið saman allar götur síðan.
Vinsældir þeirra varð fyrst vart hér á landi þegar þeir gáfu út lagið Nobody to Love fyrr á þessu ári en það var endurgerð af laginu Bound 2 með rapparanum Kanye West og náði það fyrrnefnda mun meiri vinsældum en upphaflega útgáfan með Kanye.

Strákarnir vinna nú að sinni fyrstu plötu og nefnist nýjasta lagið frá þeim Changing, en þeir fengu Paloma Faith með sér í lagið, en hún býr yfir afar kröftugri rödd og fagnaði nýverið 32 ára afmæli sínu.