Sigma & Diztortion - Redemption ásamt Jacob BanksBreska drum and bass dúóið Sigma er skipað þeim Cameron Edwards og Joe Lenzie en þeir kynntust í háskólanum í Leeds árið 2006 og hafa unnið saman allar götur síðan og eru þeir án vafa þekktastir fyrir lagið sitt Nobody To Love sem kom út á síðasta ári.

Fyrsta plata Sigma er væntanleg síðar á þessu ári og er lagið Redemption það nýjasta sem við fáum að heyra af plötunni sem hefur þó ekki ennþá fengið nafn né útgáfudag.