Sigma - Higher ásamt LabrinthStrákarnir í breska drum and bass dúóinu Sigma komu eins og stormsveipur inn í tónlistarheiminn þegar þeir sendu frá sér lagið Nobody To Love og fylgdu svo á eftir með Changing á síðasta ári.

Fyrsta platan frá Sigma nefnist Life og er hún væntanleg í byrjun sumars en lagið Higher er þriðja lagið sem við fáum að heyra af plötunni og fengu þeir rapparann Labrinth með sér í lagið.