Valdimar - Læt Það DugaHljómsveitin Valdimar með Valdimar Guðmundssyni í fararbroddi fagnar um þessar mundir fimm ára starfsafmæli sínu og koma þeir til með að gefa út sína þriðju plötu á næstunni eftir gífurlega gott gengi platnanna Undraland og Sýn sem komu út 2010 og 2012.

Nýjasta lagið frá strákunum nefnist Læt Það Duga, en það vekur athygli að hljómsveitin gaf lagið einnig út á sama tíma með enskum texta og fékk það nafnið Good Enough for Now, og er hægt að hlusta á báðar útgáfurnar hér að neðan.