Úlfur Úlfur - TarantúlurRappsveitin Úlfur Úlfur er skipuð þeim Arn­ari Frey og Helga Sæ­mundi og koma þeir til með að gefa út sína aðra plötu í október, en frumraun þeirra, platan Föstu­dag­ur­inn Langi sem kom út árið 2011 hlaut miklar vinsældir hérlendis.

Nýjasta lagið frá strákunum nefnist Tarantúlur og var myndbandið við lagið sem unnið var af Magnúsi Leifs­syni tekið upp á Bíladögum sem fara fram árlega á Akureyri og fengu þeir félagar Eddu Borg með sér í lagið.