DJ Felli Fel - Have Some Fun ásamt Cee Lo, Pitbull & Juicy JNafnið DJ Felli Fel hringir eflaust ekki bjöllum hjá flestum en hann er plötusnúður og útvarpsmaður sem kemur frá Bandaríkjunum.
Felli Fel eða James Andrew Corrine eins og hann heitir réttu nafni hefur gefið út nokkur lög á ferlinum sem hafa ekki náð að skapa teljandi vinsældir, en nú er spurning um hvort einhver breyting verði á því, en í nýjasta laginu hans fékk hann enga aðra en Cee Lo Green, Pitbull og Juicy J með sér til liðs og er myndbandið við lagið sérstakt að því leyti því að það á að sýna hvernig þremenningarnir koma til með að líta út þegar þeir verða gamlir.