Pitbull - Time Of Our Lives ásamt Ne-YoRapparinn Pitbull heldur áfram að leyfa okkur að heyra það besta af áttundu plötunni sinni, Globalization sem kom út í dag og hefur þegar fengið góða dóma.

Hér er á ferðinni fjórða og jafnframt nýjasta smáskífan af plötunni en lagið nefnist Time Of Our Lives og er það Ne-Yo sem er með Pitbull í laginu, en segja má að þeir séu að fylgja eftir laginu Give Me Everything sem þeir gáfu út í sameiningu árið 2011 og var með vinsælli lögum það árið.