AmabAdamA - GaiaHljómsveitin AmabAdamA er tíu manna reggí hljómsveit sem var stofnuð árið 2011, en hefur þó tekið breytingum síðan þá og meðlimir komið og farið.

Það eru þau Gnúsi Yones, Salka Sól og Steinunn Jónsdóttir sem fara fyrir hljómsveitinni en þau slógu í gegn með laginu Hossa Hossa sem var eitt það vinsælasta hér á landi í sumar.

Nú hafa krakkarnir sent frá sér nýtt lag sem ber nafnið Gaia, en það er önnur smáskífan af plötunni Heyrðu Mig Nú sem AmabAdamA kemur til með að gefa út í byrjun nóvember næstkomandi.