Ed Sheeran - Thinking Out LoudBretinn Ed Sheeran heldur áfram að leyfa okkur að heyra innihald annarar plötu sinnar, X sem kom út í sumar og hefur hún fengið vægast sagt góðar móttökur og hafa eflaust flestir heyrt lagið Sing sem var fyrsta smáskífan af plötunni, en lagið var afar vinsælt hér á landi fyrir ekkert svo löngu síðan.

Þriðja og jafnframt nýjasta lagið af plötunni nefnist Thinking Out Loud, og í myndbandinu við þetta rómantíska lag tekur Ed sporið með Brittany Cherry úr So You Think You Can Dance þáttunum.