Ed Sheeran - Make It RainÖnnur plata söngvarans Ed Sheeran, X kom út í sumar og hefur hún fengið fína dóma, en við höfum þegar fengið að heyra nokkrar smáskífur af plötunni og má þar nefna Sing og Thinking Out Loud en bæði lögin komust á toppinn á breska vinsældarlistanum.

Á meðan við bíðum eftir næstu smáskífu af plötunni hefur Sheeran sent frá sér nýtt lag sem nefnist Make It Rain en lagið var hinsvegar upphaflega flutt af írska söngvaranum Foy Vance og setur Ed það hér í sinn búning.