Axwell Λ Ingrosso - Something NewSwedish House Mafia var án efa eitt af vinsælustu plötusnúðateymum sem til hafa verið en þeir hættu samstarfi sínu árið 2012.

Nú hafa tveir af þremur meðlimum SHM, þeir Axwell og Sebastian Ingrosso hafið samstarf sín á milli og voru þeir að senda frá sér nýtt lag og með því koma þeir sterkir inn í EDM heiminn, en óhætt er að segja að lagið minni á stílinn sem Swedish House Mafia tileinkaði sér.

Lagið sem nefnist Something New má finna á væntanlegri plötu strákanna sem þeir vinna nú að en það var einnig notað í nýrri herferð fyrir Beats by Dre heyrnartólin en Apple keypti nýverið fyrirtækið.