Strákarnir í Swedish House Mafia, þeir Axwell, Steve Angello og Sebastian Ingrosso tilkynntu á heimasíðu sinni í dag að samstarfi þeirra væri lokið og þar með að endalok Swedish House Mafia væru runnin upp.
Swedish House Mafia hafa gert fjölmörg vinsæl lög og þar má nefna One,
Save The World og Greyhound.

Þeir gjörbreyttu heimi house tónlistarinnar með komu sinni og verður þeirra sárt saknað.

Tilkynning Swedish House Mafia hljóðar svona:

Við viljum deila þeim fréttum með ykkur að túrinn sem við erum að leggja upp í verður sá síðasti í samstarfi okkar. Við viljum þakka ykkur öllum sem komu með okkur í þetta ferðalag. Við komum, við reifuðum, við elskuðum.“

Swedish House Mafia 2008 – 2012