Músiktilraunir 2015Músíktilraunir er tónlistarhátíð sem stendur yfir frá 22. til 25. mars og líkur svo með sjálfu úrslitakvöldinu sem fer fram í Hörpu laugardaginn 28. mars.
Ungmenni á aldrinum 13-25 ára geta sótt um þátttöku með því að senda inn umsókn á heimsíðu tilraunanna og greiða þarf sérstakt þátttökugjald sem er 8.500 krónur, en skráningunni lýkur þann 8. mars næstkomandi.

Undankvöldin eru fjögur eins og áður sagði, en þar keppa um 40 hljómsveitir um að komast á úrslitakvöldið en sigurvegararnir hljóta glæsileg verðlaun.

Músíktilraunir eru frábær vettvangur fyrir íslenska tónlistarmenn og hljómsveitir til að koma sér á framfæri en sem dæmi sigruðu hljómsveitirnar XXX Rottweiler hundar, Mammút, Agent Fresco, Vök og Of Monsters And Men keppnina á sínum tíma og sú síðastnefnda hefur hlotið heimsfrægð sem ætti ekki að hafa farið framhjá neinum.

Nánari upplýsingar og skráningu má finna á heimasíðu Músíktilrauna, musiktilraunir.is.