Kygo - Firestone ásamt ConradPlötusnúðurinn og pródúserinn Kygo er sagður vera einn af þeim sem munu ná sem lengst í framtíðinni en þessi 23 ára gamli normaður sem heitir réttu nafni Kyrre Gorvell-Dahll hefur vakið ansi mikla athygli en hann hefur aðallega sent frá sér remix eða endurgerðir af lögum eftir aðra.

Hér er hinsvegar á ferðinni lag eftir Kygo sjálfan og nefnist það Firestone og er það Conrad sem er með honum í laginu sem er í þeim stíl sem Kygo hefur tileinkað sér og gert hann svona vinsælan.