Coldplay - Midnight (Kygo Remix)Kyrre Grøvell-Dahll eða Kygo eins og hann kallar sig er 23 ára gamall pródúser sem kemur frá Bergen í Noregi, og sérhæfir sig í house og raftónlist og þá aðallega í því að remixa lög eftir aðra tónlistarmenn, en hann er einna hvað þekktastur fyrir útgáfuna sína af laginu I See Fire með Ed Sheeran, og hefur lagið fengið yfir 20 milljón hlustanir á YouTube.

Það nýjasta frá þessum upprennandi tónlistarmanni sem talinn er vera einn besti nýliðinn á sínu sviði er remix af laginu Midnight sem hljómsveitin Coldplay gerði upphaflega og má finna á plötunni Ghost Stories sem kemur út á föstudaginn.