Becky G - Can't Get Enough ásamt PitbullRebbeca Marie Gomez er sautján ára stelpa sem kemur frá fátækri fjölskyldu í Bandaríkjunum og átti hún erfitt uppdráttar í æsku, en aðeins níu ára gömul gerði hún samning við Disney Channel og Nickelodeon við leik í auglýsingum til að reyna að bæta kjör fjölskyldu sinnar eftir að þau misstu húsið sitt.

Tónlistarferill Becky hófst árið 2008 þegar hún fór að setja myndbönd af sér taka cover af lögum með frægum tónlistarmönnum á netið og gaf hún út sitt fyrsta lag, Problem árið 2012.

Nýjasta lagið frá þessari upprennandi söngkonu nefnist Can’t Get Enough og er það enginn annar en Pitbull sem er með henni í laginu, en þetta er annað lagið sem hann gerir með svona ungum tónlistarmanni á stuttum tíma, en hann og Austin Mahone gáfu út lagið MMM Yeah fyrr á árinu.