Austin Mahone - MMM Yeah ásamt PitbullHinn sautján ára gamli Texasbúi Austin Mahone hóf árið 2010 að setja inn myndbönd af sjálfum sér taka cover af lögum eftir aðra á internetið, og skrifaði fljótlega undir samning við Young Money Entertainment útgáfufyrirtækið sem er undir stjórn rapparans Lil Wayne og varð Austin fljótlega eitt af aðal módelunum fyrir fatalínu Wayne, Trukfit.

Austin kemur til með að gefa út sína fyrstu plötu Junior Year, síðar á þessu ári og er lagið MMM Yeah nýjasta smáskífan af plötunni.