Austin Mahone - Do It Right ásamt Rob The VillainVinsældir lagsins Dirty Work sem hinn 19 ára gamli Austin Mahone sendi frá sér í sumar urðu alls ekki jafn góðar eins og söngvarinn vonaðist eftir og fékk það afar léglegar móttökur víða.

Austin er þó hvergi hættur og er mættur með nýtt lag ásamt vini sínum, Robert Villanueva eða Rob The Villain eins og hann kallar sig og nefnist lagið Do It Right.