Austin Mahone - Say You're Just A Friend ásamt Flo RidaAustin Mahone er 16 ára gamall söngvari sem kemur frá Texas, en hann hans varð fyrst vart árið 2011 þegar hann fór að setja myndbönd af sér að syngja inn á netið og gaf hann út fyrsta lagið sitt, 11:11 í febrúar 2012.

Einhverjir spekingar vilja meina að hann komi til með að feta í spor hins 18 ára gamla Justin Bieber sem hefur þó ekki átt sjö dagana sæla undanfarið og hefur mikið verið í sviðsljósinu fyrir slæma hegðun sína.

Það nýjasta frá frá Austin er Say You’re Just A Friend og er það enginn annar en Flo Rida sem er með honum í laginu.