Mikky Ekko - TimeÞó svo að hann hafi verið í bransanum frá árinu 2008 varð bandaríski söngarinn Mikky Ekko ekki mikið þekktur fyrr en Rihanna fékk hann með sér í lagið Stay sem var án efa eitt af vinsælli lögum síðasta árs.

Mikky leggur nú loka hönd á fyrstu plötuna sína, en platan sem heitir líkt og lagið sem hér um ræðir, Time er væntanleg þann 20. janúar næstkomandi.