Rihanna – Stay ásamt Mikky Ekko MYNDBAND!Eins og við greindum frá í desember síðastliðnum sendi hin 24 ára gamla söngkona Rihanna frá sér hugljúft lag ásamt söngvaranum Mikky Ekko, en lagið sem nefnist Stay er önnur smáskífan af plötunni Unapologetic sem kom út í lok síðasta árs.

Nú er hinsvegar komið út myndband við þennan vinsæla dúett en þar má sjá þegar Rihanna fækkar fötum og fer í bað, en myndbandið er afar einfalt en ekki síður tjáningarfullt.