Eminem - The Monster ásamt RihannaThe Monster, nefnist nýjasta lagið af plötunni The Marshall Mathers LP 2 sem rapparinn Eminem sendi frá sér í gær, en þetta er áttunda platan sem kemur út frá kappanum.

Með Eminem í laginu er söngkonan Rihanna og er þetta fjórða lagið sem þau hafa gert í sameiningu, en það sem sem slegið hefur hvað mest í gegn er Love The Way You Lie sem kom út árið 2010.