Eminem - SurvivalLagið Berzerk sem rapparinn Eminem sendi frá sér í lok ágúst síðastliðnum rauk upp topplista víða um heim strax á fyrstu vikunni eftir að það kom út, en það var fyrsta lagið frá Eminem í um tvö ár.

Nú er þessi fertugi tónlistarmaður hinsvegar búinn að senda frá sér nýtt lag sem nefnist Survival, en það var notað í kynningarefni fyrir tölvuleikinn Call of Duty: Ghost.

Aðdáendur Eminem bíða eflaust spenntir eftir því að platan The Marshall Mathers LP 2 komi út en hún er sú áttunda sem hann sendir frá sér og er útgáfudagur plötunnar 5. nóvember næstkomandi.