Eminem - Guts Over Fear ásamt SiaRapparinn Marshall Bruce Mathers eða Eminem eins og við þekkjum hann flest sem er einn tveggja eigenda Shady Records útgáfufyrirtækisins sem fagnar 15 ára starfsafmæli sínu í ár og kemur til með að gefa út plötuna XV sem merkir einmitt 15 í rómverskum tölum, þann 24. nóvember næstkomandi.

Platan sem mun vera tvískipt inniheldur tvo diska, annar er með því besta sem hefur verið gefið út frá stofnun fyrirtækisins og hinn er með glænýjum lögum frá Eminem, Slaughterhouse, Bad Meets Evil, Yelawolf og D12.

Lagið Guts Over Fear er fyrsta smáskífan sem kemur út á plötunni og er það söngkonan Sia sem er með Eminem í laginu.