Mr. Belt & Wezol - Feel So GoodÆskuvinirnir Bart Riem og Sam van Wees sem koma frá borginni Delft í Hollandi komu fyrst á sjónarsviðið á síðasta ári þegar þeir ákváðu að búa til lag saman sem verkefni í skólanum þeirra og vildu þeir gera eitthvað meira úr því og úr varð dúóið Mr. Belt & Wezol.

Þeir fóru fljótlega að njóta vinsælda meðal almennings og hafa þegar gefið út nokkur lög, bæði eftir þá sjálfa en einnig remix af lögum eftir aðra, en nýjasta lagið frá þessum upprennandi snillingum nefnist Feel So Good og fjallar myndbandið um mann sem segir upp í vinnunni og heldur út í lífið og upplifir sannkallaðan drauma dag en svo kemur í ljós að þetta var allt bara draumur.