Jason Derulo - TrumpetsSöngvarinn og dansarinn Jason Derulo á án efa eitt vinsælasta lagið hér á landi um þessar mundir, Talk Dirty, en það má finna á plötunni Tattoos sem Jason sendi frá sér í lok september síðastliðnum.

Hér er hinsvegar á ferðinni glæný smáskífa frá kappanum sem heitir einfaldlega Trumpets og á það eflaust eftir að verða vinsælt líkt og Talk Dirty þó að það sé í allt öðrum stíl.