Jason Derulo - Want To Want MeSnjallsímaforritið Tinder er eitt það vinsælasta á meðal ungmenna í dag en margir vilja meina að það sé ein auðveldasta leiðin til að kynnast nýju fólki.

Mörgum brá heldur betur í brún í gær þegar þeir höfðu “matchað“ tónlistarmanninn Jason Derulo og fylltust eftirvæntingar, en þegar nánar var skoðað var þetta aðeins auglýsingaherferð fyrir myndbandið við nýjasta lagið hans, Want To Want Me og höfðu þeir líkað við Jason á Tinder kost á því að vera á meðal þeirra fyrstu til að sjá myndbandið við lagið.

„Ég vildi finna nýja leið til að auglýsa myndbandið mitt og ég veit af því að aðdáendur mínir eru á samfélagsmiðlum og vildi ég koma myndbandinu á framfæri á einum þeim vinsælasta í dag, Tinder og var ég viss um að aðdáendur mínir myndu fletta til hægri og þar um leið geta nálgast myndbandið”

sagði Jason í tilkynningu sem hann sendi frá sér og er stóra spurningin sú hvort að fleiri tónlistarmenn muni nýta sér þessa leið á næstunni.