Rihanna - FourFiveSeconds ásamt Kanye West og Paul McCartneyÁ árunum 2005 til 2012 sendi söngkonan Rihanna nýja plötu frá sér á hverju ári en nú eru hinsvegar komin þrjú ár síðan að síðasta platan með söngkonunni kom út og er því sannarlega kominn tími á að hún fari að vinna í nýju efni.

Rihanna kom öllum á óvart nú á dögunum þegar hún sendi frá sér nýtt lag og er það enginn annar en sjálfur Paul McCartney úr Bítlunum og rapparinn Kanye West sem eru með söngkonunni í laginu sem nefnist FourFiveSeconds, en það er fyrsta lagið sem við fáum að heyra af áttundu plötunni sem Rihanna kemur til með að senda frá sér.